„Getur nokkur stöðvað Hillary?“ Orðræða bandarískra fjölmiðla um Hillary Rodham Clinton

  • Berglind Jónsdóttir 1989-
Publication date
June 2014

Abstract

Sviðljósið hefur ákaft beinst að Hillary Rodham Clinton síðan eiginmaður hennar var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 1992. Hún virtist umbylta staðalmynd hinnar bandarísku eiginkonu og jafnframt staðalmynd forsetafrúarinnar og fjölmiðlar sýndu henni mikinn áhuga. Árið 2007 tilkynnti Hillary Clinton að hún myndi gefa kost á sér í forkosningum Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Í kjölfarið fjölluðu fjölmiðlar um Clinton sem aldrei fyrr og oftar en ekki snerist umfjöllunin um kyn hennar og karllæga eiginleika. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að skoða orðræðu bandarískra fjölmiðla í kosningabaráttu Hillary Clinton þegar hún bauð sig fram sem forsetaefni Demókrata 2008 í samanburði við þá orðræðu sem hefur þegar farið a...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.